Dómkirkjan

 

Gleðileg jól kæru vinir!

Hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum:
​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla.
„ Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju.
Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.
Dönsk messa er klukkan 14.00 á aðfangadag jóla.
Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson dómorganisti
Erik Vilstrup Lorenzen sendiherra Danmerkur og Vera Hjördís Matsdóttir söngkona leiðir safnaðarsönginn og syngur einsöng.
Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum.
Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og séra Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari. Matthías Harðarson dómorganisti, Dómkórinn. Jóhann Stefánsson og Sveinn Birkisson leika á trompeta.
Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta.
Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Séra Elínborg Sturludóttir og Matthías Harðarson dómorganisti leiða guðþjónustuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2025

Tíðasöngur með sr. Sveini kl. 9.15 í dag 23. desember.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2025

Aðventan setur mark sitt á götur og torg, ljós og hljómar aðventu og jóla hrífa unga sem aldna. Í Dómkirkjunni er boðið upp á guðsþjónustur, bænastundir og margvíslega viðburði, tónleika og samverur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim

Hinir árlegu kertaljósatónleikar „Mozart við kertaljós“ Camerarctica verða þriðjudagskvöldið, 22. desember kl. 21:00. Þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu og njóta ljúfrar tónlistar Mozarts.
Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum.
Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Matthías Harðarson dómorganisti, Dómkórinn. Jóhann Stefánsson og Sveinn Birkisson leika á trompeta.
Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta.
Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Séra Elínborg Sturludóttir og Matthías Harðarson dómorganisti leiða guðþjónustuna.
Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 þar sem biskup Islands, Guðrún Karls Helgadóttir prédikar. Á annan jóladag og sunnudaginn 28. desember eru messur kl. 11 og á gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18, sr. Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn, Matthías Harðarson og Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng.
Hátíðarmessa á nýjársdag kl. 11, þar sem biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir þjónar, Dómkórinn ,Matthías Harðarson og Baldvin Oddsson leikur á trompet.
Auk þessara athafna þá er dönsk jólamessa á aðfangadag kl. 14.00.
Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/12 2025

Kæru vinir! Næsta Opna hús, kyrrðarstund og Bach tónleikar verða þriðjudaginn 6. janúar. Sjáumst í guðþjónustum um hátíðarnar.

600449475_1324877529682391_2179505651540424375_n Hér eru myndir frá síðasta opna húsi þar sem Anna Sigga okkar söng og skemmti gestum. Séra Sveinn og Matthías tróðu upp með henni. Hjartans þakkir Anna Sigga, Sveinn og Matthías og Katla fyrir hátíðarmatinn

Laufey Böðvarsdóttir, 21/12 2025

Sunnudaginn 21. desember er messa kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2025

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. desember kl. 21:00.

Kórinn flytur jólalög af ýmsum toga, gömul og ný, erlend sem innlend. Það er tilvalið í lok dags að koma í Dómkirkjuna við Austurvöll og hlýða á hugljúfa tónlist í aðdraganda jóla.
Stjórnandi Dómkórsins er Matthías Harðarson dómorganisti.
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2025

Gleðigjafinn Anna Sigga Helgadóttir kemur í Opna húsið á morgun, þriðjudag. Byrjum í kirkjunni kl. 12.00 með bæna- og kyrrðarstund. Katla ætlar að elda ljúffengan mat og síðan mun Anna Sigga gleðja okkur með söng og gleði. Bach tónleikar Ólafs þrjðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2025

Sunnudaginn 14. desember er messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.

Kl. 13.30 er prests-og djáknavígsla.  Biskup Íslands Guðrún Karls Helgadóttir vígir.  Vígsluþegar eru Hilda María Sigurðardóttir, sem vígist til prestsþjónustu í Stykkishólmsprestakalli Vesturlandsprófastsdæmi og Guðrún Gyðu Sigurðardóttir sem vígist til djáknaþjónustu í Digranes- og Hjallaprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.  Vígsluvottar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Gunnar Eiríkur Hauksson, Ívar Valbergsson, Alfreð Örn Finnsson, Bryndís Malla Elídóttir og Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2025

Laudes-morgunsöngur-kl. 9.15 í dag, miðvikudag. Örpílagrímaganga kl. 18.00. Á morgun er tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2025

Tíðasöngur í dag, þriðjudag kl.9.15. Bæna-og kyrrðarstumd kl. 12.00, léttur hádegisverður eftir stundina í safnaðarheimilinnu. Athugið Bach tónleikarnir falla niður í kvöld vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...