Dómkirkjan

 

Helgistund á föstudaginn langa kl. 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Löng er leiðin, frá áfalli og sorg, yfir í einhvers konar sátt. Hún er löng en hún er fær. Guðspjall páskanna fjallar einmitt um slíkt ferðalag. Upp að gröf Jesú koma konurnar þrjár árla dags. Ekki er ósennilegt að þær hafi upplifað reiðina, þessa æpandi spurningu til Guðs, af hverju? Af hverju var vinur þeirra og meistari tekinn höndum eins og glæpamaður, kvalinn og hæddur og loks tekinn af lífi á eins grimmilegan hátt og hugsast gat? Sannarlega hafði hann ekkert til saka unnið en samt tekinn af lífi. Daginn næsta geta þær ekkert annað gert en að syrgja og bíða. Reyna að átta sig á því sem hefur gerst. Horft framan í blákaldan veruleikann sem þó virðist vera allt annað en veruleikinn. Áður en sabbatinn er liðinn, fyrir dagrenningu, leggja þær af stað að gröfinni til að búa um líkama Jesú, og veita honum þann umbúnað sem þeim var meinað að gera tveimur dögum áður. Þar verða þær vitni að þessum einstæða atburði mannkynssögunnar. Gröfin er tóm en ungur maður, engill, situr á steininum og segir við þær. Þið leitið að Jesú frá Nazaret hinum krossfesta. Hann er ekki hér, hann er upprisinn. Upp risinn. Í þessum orðum engilsins – í þessum atburði – hvílir öll von mannkyns, þarna er sú von, sem allir syrgjendur, allir þeir sem þreyttir eru og mæddir hafa. Hann er upp risinn. Ekki hvarflar þó að mér að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við mennirnir þurfum svo oft og einatt að takast á við; þeir verða að sjálfsögðu ekki að engu við upprisuna; glíman er eftir. Upprisa Jesú Krists segir okkur hins vegar að við eigum sigurinn vísan. Kristur er einmitt sá sem býður mér fylgd sína og stuðning; hann sýnir mér með upprisunni á páskadagsmorgni að hann hefur sigrað dauðann og mér standi til boða að taka þátt í þessum sigri. Guð gefi þér uppbyggilega bænadaga og gleðilega páskahátíð. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar

IMG_1764

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Á þessum fallega skírdegi er fermingarmessa kl. 11.00 Dómkirkjunni. Guð blessi fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra.

Karl Sigurbjörnsson skrifaði þessi góðu orð um ferminguna.
Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.
Gæti verið mynd af white lily

 

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagar. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Helgihald í Dómkirkjunni um bænadaga og páska

278001536_10160002408890396_2098009865807709388_nSkírdagur kl 11:00
Ferming
Prestur: sr. Sveinn Valgeirsson.
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðsson
Skírdagur kl. 20:00
Messa
Prestar sr. Elínborg Sturludóttir
og sr. Sveinn Valgeirsson
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðsson
Getsemanestund meðan altarið
er afskrýtt.
Föstudagurinn langi kl. 11:00
Helgistund
Prestur sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðurðsson.
Páskadagur.
Hátíðarmessa kl 8:00
Biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir prédikar
Forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson flytur hugvekju
Dómkirkjuprestarnir þjóna.
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðsson
Hátíðarmessa kl 11:00
Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar
sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir
altari.
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðsson.
2 í páskum.
Messa kl 11:00.
Prestur sr. Sveinn Valgeirsson.
Dómkórinn syngur; dómorganisti
er Guðmundur Sigurðsson.
Minnum jafnframt á tíðasöng alla
þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga kl. 9:15- 9:30
og fimmtudaga kl 17:00-17:15.
Bæna-og kyrrðarstundir alla þriðjudaga kl. 12.00.
Fylgist með á facebooksíðu Dómkirkjunnar varðandi frekara starf.
Gleðilega páska!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar á morgun, þriðjudagskvöld klukkan 20.00 Athugið að í næstu viku þ.e. þriðjudaginn 2. apríl falla þriðjudags tónleikarnir niður.

Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld milli klukkan 20:00-20.30.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024

Á morgun, þriðjudag kl. 17.00 er minningarstund um þá sem hafa látist úr fíknisjúkdómum. Séra Bjarni Karlsson leiðir stundina og Páll Óskar syngur nokkur lög. Velkomin.

69494973_10157519845345396_2100910122153803776_n (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024

Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur.

Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna. En það er ekki bara innlifun í liðna atburði. Á páskum í Jerúsalem árið 33 urðu atburðir sem valda vatnaskilum í gjörvallri sögu manns og heims, vatnaskil í sögu tímans. Í helgri iðkun kirkjunnar verða þessir atburðir samtíð. Í helgihaldinu er minning þeirra gjörð, við verðum þátttakendur í þeim í trú. Við rifjum upp þessa atburði í birtu páskasólar, upprisutrúar. Páskar, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar. Hinn krossfesti reis af gröf og lifir. Hann mun hafa síðasta orðið, hann hefur sigrað dauðann.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024

Fyrsta fermingin á þessu vori í Dómkirkjunni er á pálmasunnudag klukkan 11.00.

Fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni í minningu Ágústu K. Johnson. Þegar Ágústa fagnaði áttræðisafmæli sínu árið 2019 þá kom Karl Sigurbjörnsson heitinn með þá góðu hugmynd að vinir hennar stofnuðu „Ágústusjóð.“ Sjóðurinn er hugsaður meðal annars til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Síðan hafa fermingarbörn Dómkirkjunnar þegið Biblíuna að gjöf á fermingardegi sínum í minningu hennar. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir kristnu samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, og umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Ágústa var sterkur hlekkur í þeirri keðju með bænum sínum, trú og vongleði sem vinum hennar er svo dýrmæt í minningunni. Ágústa hefði fagnað 85 ára afmæli sínu í dag 22. mars hefði hún lifað.
Nú á pálmasunnudag, skírdag og á hvítasunnudag mun hópur barna ganga að altari Dómkirkjunnar til fermingar. Fjölskyldur og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Orðið ferming merkir staðfesting, staðfesting þess að barnið er skírt og vill játast því og um leið er hún staðfesting kirkjunnar á því að það hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum. Guð blessi minningu Ágústu K. Johnson
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og blóm

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2024

Helgihald í Dómkirkjunni um bænadaga og páska

Skírdagur kl 11:00 Ferming Prestur: sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Skírdagur kl. 20:00 Messa Prestar sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Getsemanestund meðan altarið er afskrýtt. Föstudagurinn langi kl. 11:00 Helgistund Prestur sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðurðsson. Páskadagur. Hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju Dómkirkjuprestarnir þjóna. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson. 2 í páskum. Messa kl 11:00. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson. Minnum jafnframt á tíðasöng alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9:15- 9:30 og fimmtudaga kl 17:00-17:15. Fylgist með á facebooksíðu Dómkirkjunnar varðandi frekara starf. Gleðilega páska!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS