Dómkirkjan

 

Vinir Marteins/gamli Dómkórinn á Dalvík laugardaginn 16. ágúst.

Dæmalausi dómkórinn syngur í Menningarhúsinu Bergi 16.ágúst kl 15. Verið öll velkomin!

Næstkomandi laugardag heldur hinn dæmalausi dómkór opna æfingu í Bergi og býður ykkur öll hjartanlega velkomin! Fjölbreytt dagskrá og enginn aðgangseyrir!
Á æfingunni syngur kórinn Guði, náttúrunni, Grýlu og samfélagi manna dýrð. Á meðal ljóða- og lagahöfunda eru okkar fallni félagi Leifur Hauksson, okkar spelllifandi félagi Hjörleifur Hjartarson og svo einhverjir minni en ef til vill enn þekktari spámenn.
Kórinn skipa vinir sem sungu í kirkjunni við Austurvöll á þeim tíma sem Martein H. Friðriksson var þar dómorganisti, á árunum 1980 til 2010. Þess vegna kallar hópurinn sig líka stundum Sönghópinn Martein. Æfingar eru óreglulegar en best sóttar ef þeim fylgir partý, sérstaklega af Svarfdælingunum í hópnum.
Hópurinn hefur sungið víða síðustu ár; í Bjarnarfirði á Ströndum, Barcelona og Breiðholtskirkju, á Skógum, í Vestamannaeyjum og Kópavogi og leið eins og á heimavelli í Heilsustofnuninni í Hveragerði og á Tenerife.
Þrír meðlimir kórsins hafa leitt æfingar kórsins í gegnum tíðina og leitast við að hafa stjórn á honum við opinber tækifæri. Upp á síðkastið eru það tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem annars er prófessor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þriðji stjórnandinn hefur síðan verið Þórunn Björnsdóttir, landsfrægur kórstjóri úr Kópavogi, en hún gat ekki slegist í för í þetta sinn.
Dæmalaus dómkór á Dalvík, verið öll velkomin í Berg þann 16. ágúst n.k. kl. 15.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025

Messa 17. ágúst klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025

Alltaf gott að koma í kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöldi kl. 20.00-20.30. Verið innilega velkomin í Dómkirkjuna

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2025

Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur öll þau sem búa við hverskonar ófrið og ofbeldi, hvar sem er í heiminum.

Kirkjuklukkum víða um land, meðal annars í Dómkirkjunni í Reykjavík, Kópavogskirkju, Glerárkirkju á Akureyri og Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, var hringt klukkan eitt til stuðnings íbúum á Gaza-ströndinni og þar sem stríð ríkja í heiminum.  Klukkurnar hringdu í sjö til fimmtán mínútur.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir klukknakallinu ætlað að hvetja til samstöðu og friðar.

Kirkjuklukkurnar voru nýttar í dag til þess að vekja athygli á og samstöðu með friði. Guðrún Karls Helgudóttir  biskup íslands sagði m.a.: Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur  öll þau sem búa við hverskonar ófrið

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2025

Sunnudaginn 10. ágúst er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 3. ágúst klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr gamla Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2025

Nú má fara að hlakka til! Sálmabandið og saxófónn á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 16.00. Sálmabandið er skipað þeim Sveini, Ásu, Jóni, Telmu Rós og Sigmundi og á þessum tónleikum leikur dómorganistinn nýi, Matthías Harðarson, á saxófón.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Bænastund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.00. Alla þriðjudaga í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 27. júlí klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/7 2025

Kæru vinir, það er gott að eiga kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Sjáumst klukkan 12.00 í dag, þriðjudag. Hressing og gott samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Í kvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...