Dómkirkjan

 

Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag, þriðjudag. Bæna-og kyrrðarstund i hádeginu. Léttur hádegisverður og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.00-20.30. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2025

„Frá ómi til hljóms“ verður til sýninga í Bíó Paradís frá 4. nóvember. Heimildamynd þessi er m.a. tekin upp í Dómkirkjunni.

Sveinn Þórarinsson amtskrifari á Möðruvöllum (1821-1868) hélt dagbók frá unglingsaldri þar til hann lést. Dagbókarfærslur, sem lúta á tónlist eru fjölmargar og mynda leiðarstef í heimildamyndinni „Frá ómi til hljóms, — tónlistin á dögum Sveins Þórarinssonar amtskrifara“. Hún fjallar um breytingarnar, sem urðu á íslensku tónlistarlífi á 19. öld. Tónlistariðkun Íslendinga hafði helst verið rímnasöngur, grallarasöngur, þulur og tvísöngslög. Annar fjölraddaður söngur þekktist ekki. Oft var sungið í fornum kirkjutóntegundum, svo sem lydíska skalanum. Einu hljóðfærin, sem almenningur hafði aðgang að, voru langspilið og íslenska fiðlan. Þá gerðist það fyrir miðja 19. öld, að ákveðið var að bæta þyrfti kirkjusönginn í Dómkirkjunni. Þær lagfæringar urðu upphafið á umsnúningi á íslensku tónlistarlífi, sem ruddi braut „hinum nýja söng“, en svo var hinn fjölradda söngur í dúr og moll kallaður, sem barst frá meginlandinu. Alþýðan tók þó líka frumkvæði, ekki síst á Norðurlandi á miðri öldinni; fiðlur og flautur voru keyptar inn og nótnahefti og fiðlueign almennings varð með eindæmum.

„Frá ómi til hljóms“ verður til sýninga í Bíó Paradís frá 4. nóvember.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 1/11 2025

Á allra sálna messu á morgun sunnudaginn 2.nóvember kl. 11:00 minnumst við látinna. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn í Reykjavík. Verið velkomin til messu í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/11 2025

Sunnudaginn 2. nóvember er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2025

Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag og örganga kl. 18.00. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2025

Sunnudaginn 26. október mun séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédika, Matthías Harðarson leika á orgelið og Dómkórinn leiða safnaðarsönginn. Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag, fimmtudag og Vepser verður sunginn kl 17:00. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2025

Örgangan fellur niður!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2025

Kæru vinir, verið velkomin í safnðarstarfið í Dómkirkjunni. Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 á þriðjudögum miðvikudögum og fimnmtudögum í vetur. Vepser verður sunginn á fimmtudögum kl 17:00. Allir söngvinir hjartanlega velkomnir, hvort heldur til að taka þátt í söngnum og bænagjörðinni eða sitja og hlusta. Bæna- og kyrrðarstund alla þriðjudaga klukkan 12.00 Síðan er léttur hádegisverður og gott samfélag í Safnaðarheimilinu. Síðastliðinn þriðjudag fræddi Matthías organisti okkur um töfra orgelsins. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30. Á miðvikudögum verður farið í örgöngu frá Dómkirkjunni kl. 18. Eftir stutta helgistund verður gengið um vesturbæ, miðbæ eða Þingholti og síðan enda við kirkjuna um kl. 19.00. Sunnudaginn 26. október mun séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédika, Matthías Harðarson leika á orgelið og Dómkórinn leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2025

Á sunnudaginn sem er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11.00. Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Matthíasar Harðarsonar dómorganista sem einnig leikur á orgelið. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Hilmar Hannesson guðfræðinemi verður meðhjálpari. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2025

Kvöldkirkjan klukkan 20.00-22.00 fimmtudagskvöldið 16. október. Óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Tónlist og stuttar íhuganir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...